Heldur rólegt hefur verið yfir kauphöllinni í morgun og viðskiptin heldur. Gengi Icelandair hefur hækkað um 3,56% og hefur gengið ekki verið hærra frá því í byrjun mars. Gengið hefur hækkað um tæp 9% í mánuðnum.
Gengið stendur nú í 1,17 í 109 milljóna viðskiptum. Félagið birti flutningatölur í gær en sætanýting batnaði töluvert milli ára. Sætanýting í júní var 85,1% samanborið við 83,4% í júní 2024. Farþegum til Íslands fjölgaði um 20% að sögn félagsins.
Uppgjör Icelandair fyrir annan ársfjórðung verður birt á fimmtudag, þann 17. júlí.
Töluverð viðskipti hafa verið með bréf Íslandsbanka og hefur bankinn hækkað um 2,14% og stendur í 119,5. Endurkaupaáætlun bankans tók gildi í morgun en tilkynnt var um hana í gærkvöldi. Það sem af er degi er veltan með bréfin 571 milljón króna.
Fram í september er ætlunin að kaup eigin bréf fyrir allt að 3 milljarða króna. Á næstum 18 mánuðum hefur bankinn heimild til að kaupa eigin bréf fyrir 15,95 milljarða króna.
Uppgjör bankans fyrir annan ársfjórðung verður birt 31. júlí.