Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,5% í 4,4 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Af 28 félögum aðalmarkaðarins þá hækkuðu hlutabréf 23 félaga en tveggja lækkuðu.

Níu félög hækkuðu um 2% eða meira. Hlutabréfaverð Skaga hækkaði mest eða um 3,4% í 73 milljóna króna veltu. Þá hækkaði gengi hlutabréfa Festi um 3% í 350 milljóna veltu.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,5% í 4,4 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Af 28 félögum aðalmarkaðarins þá hækkuðu hlutabréf 23 félaga en tveggja lækkuðu.

Níu félög hækkuðu um 2% eða meira. Hlutabréfaverð Skaga hækkaði mest eða um 3,4% í 73 milljóna króna veltu. Þá hækkaði gengi hlutabréfa Festi um 3% í 350 milljóna veltu.

Athygli vekur að hlutabréfaverð Icelandair hækkaði um 0,8% í 316 milljóna króna veltu og endaði daginn í 1,0 krónu á hlut, sem samsvarar útboðsgenginu í hlutafjárútboði flugfélagsins í september 2020. Dagslokagengi Icelandair var síðast 1 króna eða hærra í maí síðastliðnum.

Gengi Icelandair hækkaði um 6,5% í yfir 600 milljóna króna veltu í gær. Viðskiptablaðið fjallaði í gærkvöldi um hvað kann að hafa staðið að baki þeirri hækkun.

Hlutabréfaverð tveggja félaga lækkaði í dag. Gengi Ölgerðarinnar lækkaði mest af félögum Kauphallarinnar eða um 2,3% í 25 milljóna króna veltu og stendur nú í 16,7 krónum á hlut. Þá féll gengi fasteignafélagsins Reita um 0,6%.