Hluta­bréfa­verð Icelandair hefur hækkað um rúm 3% í fyrstu við­skiptum í dag en flug­fé­lagið birti upp­færða af­komu­spá fyrir opnun markaða í morgun.

Sam­kvæmt af­komu­spánni gerir Icelandair ráð fyrir að flug­fram­boð, í sætiskíló­metrum, aukist um 10% frá fyrra ári og að heildar­tekjur verði um 220 milljarðar króna. Þá er gert ráð fyrir að EBIT hlut­fall verði um 2-4% af tekjum og að hagnaður eftir skatta aukist milli ára.

Hluta­bréfa­verð Icelandair hefur hækkað um rúm 3% í fyrstu við­skiptum í dag en flug­fé­lagið birti upp­færða af­komu­spá fyrir opnun markaða í morgun.

Sam­kvæmt af­komu­spánni gerir Icelandair ráð fyrir að flug­fram­boð, í sætiskíló­metrum, aukist um 10% frá fyrra ári og að heildar­tekjur verði um 220 milljarðar króna. Þá er gert ráð fyrir að EBIT hlut­fall verði um 2-4% af tekjum og að hagnaður eftir skatta aukist milli ára.

Um 155 milljón króna velta hefur verið með bréf Icelandair í morgun og stendur gengið í 1,1 krónu.

Hluta­bréfa­verð Icelandair var rúmar tvær krónur síðasta sumar en í septem­ber síðast­liðnum færði fé­lagið af­komu­spá sína niður fyrir árið, sér í lagi vegna krefjandi að­stæðna í frakt­starf­semi fé­lagsins sem og hækkandi elds­neytis­verði.

Um haustið tóku síðan við jarð­hræringar á Reykja­nes­skaga sem og verk­föll flug­um­ferða­stjóra.

Gengið tók ör­lítið við sér í janúar en sam­kvæmt kaup­hallar­til­kynningu í byrjun febrúar lækkaði sæta­nýting flug­fé­lagsins tals­vert milli ára á fyrsta mánuði ársins.

Í af­komu­spánni í morgun segir Icelandair að ó­vissa í rekstrar­um­hverfinu hafi minnkað og á­hrif „ó­ná­kvæmra frétta“ af elds­um­brotum á Reykja­nesi á bókanir minnkað á­samt því að ný­gerðir lang­tíma kjara­samningar á al­mennum vinnu­markaði skapi meiri stöðug­leika.