Gengi Icelandair hefur hækkað um tæp 5% það sem af er degi eftir gengis­hrun í næstum tveggja milljarða króna veltu í gær.

Markaðs­virði Icelandair lækkaði um rúma fjóra milljarða í gær er gengið féll um 6,31%.

Dagsloka­gengið var 1,56 krónur en það stendur í 1,64 krónum þegar þetta er skrifað eftir 176 milljón króna við­skipti.

Gengið hefur þannig hækkað um 1,4% á árinu eftir 16,15% lækkun síðastliðinn mánuð.

Icelandair færði af­komu­spá sína fyrir árið niður á mið­viku­dags­kvöldið og gerir fé­lagið nú ráð fyrir að rekstrar­hagnaður (EBIT) verði á bilinu 50-65 milljónir dala sem sam­svarar 3,3-4,3% af tekjum. Fyrri spá flug­fé­lagsins gerði ráð fyrir að EBIT-hagnaður yrði á bilinu 4-6% í ár.

Í af­komu­spánni segir að frakt­starf­semi fé­lagsins hafi reynst mjög krefjandi og sá af­komu­bati sem gert var ráð fyrir við birtingu annars árs­fjórðungs hafi ekki skilað sér.

Til­kynnti fé­lagið í gær­morgun að Gunnar Már Sigur­finns­son væri hættur sem fram­kvæmda­stjóri Icelandair Car­go.