Hluta­bréfa­verð Iceland Sea­food International hækkaði um rúm 8% í 164 milljón króna við­skiptum í dag.

Dagsloka­gengi félagsins var 4,9 krónur en hluta­bréf ISI hafa lækkað um 14% á árinu.

Sam­kvæmt upp­gjöri þriðja árs­fjórðungs jókst sala félagsins um t. d. um 6,5% og nam 102 milljónum evra sem sam­svarar um 14,8 milljörðum króna á gengi dagsins.

Nettótap sam­stæðunnar á fyrstu níu mánuðum ársins nam 1,5 milljónum sem er tölu­verður viðsnúningur frá fyrra ári er félagið tapaði 20,7 milljónum evra.

Sam­kvæmt af­komu­spá fyrir árið áætlaði ISI að aðlöguð af­koma fyrir skatta á árinu yrði á bilinu 5 til 7 milljónir evra.

Viðsnúningur varð á rekstri félagsins á fjórða árs­fjórðungi í fyrra. Félagið tapaði 3 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 en skilaði síðan hagnaði upp á 403 þúsund evrur, eða um 60 milljónir króna, á fjórða árs­fjórðungi.

Var það í fyrsta sinn frá þriðja árs­fjórðungi 2022 sem félagið skilar hagnaði eftir skatta.

ISI skilaði hagnaði aftur á fyrsta árs­fjórðungi 2024 eftir um 2,2 milljóna evra tap á sama tíma­bili í fyrra en félagið skilaði aftur tapi á öðrum árs­fjórðungi.

Gengi Amaroq glóir sem gull

Hluta­bréfa­verð Amaroq hélt áfram að hækka í við­skiptum dagsins og fór gengi félagsins upp um rúm 4% í 274 milljón króna við­skiptum.

Dagsloka­gengi Amaroq var 171 króna og hefur gengið aldrei verið hærra.

Ís­lenska málm­leitarfélagið til­kynnti í morgun niður­stöður úr til­rauna­borunum og sýnatökum í Eag­le’s Nest, sem er innan Ano­ritooq-rannsóknar­leyfisins í Nanortalik-gull­beltinu, í um 30 kíló­metra fjar­lægð frá Nalunaq-gullnámunni.

-4681-ac2b-333aea449a7d" data-type="interactive" data-title="Amaroq Minerals">