Hluta­bréfa­verð Ís­lands­banka stendur í 113 krónum þegar þetta er skrifað eftir 2,6% lækkun í fyrstu við­skiptum í dag.

Líkt og Við­skipta­blaðið greindi frá í gær hafa ein­staklingar sem buðu háar fjár­hæðir í Ís­lands­bankaút­boðinu fengið símtöl frá Kviku banka um að selja eignar­hlut sinn á 114 krónur á hlut.

Þeir sem taka tilboði Kviku fá þannig meira fyrir bréfin en fengist á opnum markaði miðað við núverandi gengi.

Ekki hafa fengist upp­lýsingar um fyrir hvern bankinn er að vinna.

Ætla má að það sé aðili eða aðilar sem fengu lítið sem ekkert í B eða C bókinni. Þeir sem buðu í bækur B og C eru meðal annars einka­fjár­festar, verðbréfa­fyrir­tæki og líf­eyris­sjóðir.

Hið 114 króna til­boðsverð er 7% hærra en 106,56 króna út­boðs­gengið í út­boðinu.

Fjár­festir sem tók þátt í út­boðinu fyrir 20 milljónir króna gæti því selt hlut sinn með 1,4 milljóna króna hagnaði og þarf ekki að fjár­magna kaupin.

Um 135 milljón króna velta hefur verið með bréf Ís­lands­banka í dag en tölu­verð velta var með bréf bankans í gær.

Fjögur við­skipti á markaði í gær hljóðuðu upp á meira en hundrað milljónir króna hver og fóru í gegn á bilinu 113,5-115,0 krónur á hlut.

Gengi Ís­lands­banka lækkaði um 2,1% í 1,2 milljarða króna við­skiptum í gær.