Hlutabréf breska íþróttamerkjafyrirtækisins JD Sports eru nú komin í fjögurra ára lægð eftir að fyrirtækið birti nýjustu hagspá sína. Gengi JD Sports lækkaði um 7,39% í dag en hlutabréf þess hafa lækkað um 22% á síðustu 12 mánuðum.
Á vef WSJ segir að fyrirtækið hafi selt vel yfir hátíðirnar en að sú sala hafi ekki dugað til að vega upp á móti sölutapinu í nóvember.
„Í samræmi við langtímamarkmið okkar ákváðum við ekki að taka þátt í meiri kynningarstarfsemi á tímabilinu en við bjuggumst við. Við héldum viðskiptastefnu okkar áfram til að skila aukinni framlegð,“ segir Regis Schultz, framkvæmdastjóri JD Sports.
Sérfræðingar velta því nú fyrir sér hvort fjárfestar gætu verið að missa þolinmæðina á framkvæmdastjóranum en gengi félagsins hefur lækkað um þriðjung frá því Schultz tók við stöðunni árið 2022.