Dagsloka­gengi JP­Morgan Chase, stærsta skráða banka í heimi, í gær var 172,08 dalir og hefur gengi bankans aldrei verið hærra.

Hluta­bréf í bankanum höfðu áður náð sínu hæsta gildi í desember 2021 þegar dagsloka­gengið fór í 171,78 dali.

Hluta­bréf bankans hafa hækkað um 27% síðast­liðið ár sam­kvæmt The Wall Street Journal.

Dagsloka­gengi JP­Morgan Chase, stærsta skráða banka í heimi, í gær var 172,08 dalir og hefur gengi bankans aldrei verið hærra.

Hluta­bréf í bankanum höfðu áður náð sínu hæsta gildi í desember 2021 þegar dagsloka­gengið fór í 171,78 dali.

Hluta­bréf bankans hafa hækkað um 27% síðast­liðið ár sam­kvæmt The Wall Street Journal.

Í októ­ber var greint frá því að Jamie Dimon, for­stjóri JP­Morgan Chase, hyggist selja um eina milljón hluti í bankanum á þessu ári. Um er að ræða fyrsta skiptið sem hann minnkar við hlut sinn í fjár­festingar­bankanum frá því að hann hóf þar störf fyrir rúmum tveimur ára­tugum síðan.

Dimon og fjöl­skylda hans eiga í dag 8,6 milljónir hluti í bankanum og munu því eiga um 7,6 milljónir hluti eftir söluna.

Miðað við dagsloka­gengi gær­dagsins fengi Jamie Dimon um 23 milljarða ís­lenskra króna fyrir 1 milljón hluti en ekki hefur verið til­kynnt um hve­nær á árinu hann hyggst losa hlutina.

Í kaup­hallar­til­kynningu í haust sagði JP­Morgan að Dimon hyggist selja í bankanum út af fjár­hags­legri á­hættu­dreifingu og skatta­legum á­stæðum.

Bankinn sagði for­stjórann á­fram telja horfur bankans mjög sterkar „og eignar­hlutur hans í fyrir­tækinu verður á­fram mjög um­gangs­mikill“.

JP­Morgan mun birta árs­hluta­upp­gjör þann 12. janúar næst­komandi.