Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,7% í 2,2 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Mesta veltan var með hlutabréf bankanna þriggja, eða samtals tæplega 1,2 milljarðar króna.

Hlutabréfaverð Kviku banka hækkaði næst mest af félögum aðalmarkaðarins, eða um 1,7 í 230 milljóna veltu, og stendur nú í 18,1 krónu á hlut.

Gengi Kviku hefur nú hækkað um 6,5% frá byrjun síðustu viku og hefur ekki verið hærra í ár, sé leiðrétt fyrir arðgreiðslu bankans í mars. Arðgreiðsluleiðrétt hlutabréfaverð Kviku hefur hækkað um 15,6% í ár og ekki verið hærra frá árinu 2022.

Gengi Arion hækkaði um 0,9% í 460 milljóna veltu og stóð í 169,5 krónum við lokun markaða. Hlutabréfaverð Íslandsbanka stóð óbreytt í 118 krónum í 470 milljóna veltu.

JBT Marel hækkaði mest af félögum Kauphallarinnar að um 4% í 33 milljóna veltu og stóð í 15.100 krónum við lokun Kauphallarinnar. Gengi félagsins er engu að síður 16% lægra en í upphafi árs.

Icelandair lækkaði mest af félögum Kauphallarinnar eða 1,8% í 30 milljóna veltu. Gengi flugfélagsins stendur nú í 1,10 krónu á hlut.