Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,8% í 2,5 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Mesta veltan var með hlutabréf Kviku banka og Íslandbanka eða ríflega hálfur milljarður króna hjá hvorum banka um sig.
Arion banki og augnlyfjaþróunarfélagið Oculis lækkuðu mest af félögum Kauphallarinnar eða um 2-2,3%. Gengi Arion stóð í 172,5 krónum á hlut við lokun Kauphallarinnar.
Gengi Íslandsbanka féll um 0,9% í 120 viðskiptum og stóð í 117 krónum á hlut við lokun markaða. Gengið er um 9,8% hærra en útboðsgengið í nýlegu útboði ríkisins.
Hlutabréfaverð Kviku banka, sem er nú með beiðnir Arion og Íslandsbanka um samrunaviðræður til skoðunar, hækkaði um 0,4% og stendur í 17,65 krónum á hlut. Gengi Kviku er um 32,2% hærra en í upphafi maímánaðar.