Hluta­bréfa­verð Marel hækkaði um 2,3% í Kaup­höllinni í dag og hefur gengi fé­lagsins því hækkað um 11,3% frá því að dagsloka­gengið fór niður í 327 krónur þann 9. nóvember.

Gengi Marel hafði þá ekki verið lægra síðan í janúar 2018 en dagsloka­gengið í dag var 364 krónur.

Hluta­bréfa­verð Marel hefur þannig hækkað um 2,5% síðast­liðinn mánuð en lækkað um 25% á árinu.

Öl­gerðin hækkaði um 2% í 124 milljón króna við­skiptum. Reginn hækkaði um tæpt 1% í 231 milljón veltu.

Hamp­iðjan leiddi lækkanir á markaði og fór gengi fé­lagsins niður um 2,4% í 155 milljón króna við­skiptum. Hamp­iðjan skilar árs­hluta­upp­gjöri á þriðja árs­fjórðungs eftir lokun markaða á fimmtu­daginn.

Hluta­bréfa­verð VÍS lækkaði um 2% í 274 króna við­skiptum og gengi fé­lagsins hefur nú lækkað um 18% síðast­liðna sex mánuði.

Gengi Icelandair lækkaði um 1,5% í 96 milljón króna veltu.

Úr­vals­vísi­talan OMXI 10 hækkaði um 0,91%. Heildar­velta á markaði var 3,2 milljarðar.