Heildarviðskipti á aðalmarkaði námu 1,8 milljörðum króna þá lækkaði Úrvalsvísitalan um 0,07%. Af 21 skráðu félagi voru sjö græn og níu rauð.
Bréf Marels lækkuðu um 0,34% í 195 milljóna króna viðskiptum en þau hafa lækkað um tæpan þriðjung í ár. Gengið mælist nú í 588 krónum á hlut og hefur ekki mælst lægra síðan í apríl 2020.
Á First North markaði héldu bréf Play áfram að lækka en þau lækkuðu um 0,3% í 768 þúsund króna viðskiptum í dag. Gengið er 16,75 krónur á hlut og hefur lækkað um 31,91% frá hlutafjárútboði félagsins.
Eftir viðskipti dagsins höfðu bréf Origo lækkað um 2,56% í 17 milljóna króna viðskiptum en þau lækkuðu mest í dag. Gengi bréfanna stendur nú í 57 krónum og hefur lækkað um 13,64% síðastliðinn mánuð. Þá hækkuðu bréf Iceland Seafood International mest í dag eða um 1,01% í 446 þúsund króna viðskiptum. Gengi bréfanna hefur hækkað um 1,52% á síðasliðnum mánuði og stendur nú í 10 krónum á hlut.
Mest viðskipti voru með bréf Íslandsbanka en veltan nam 317 milljónum króna. Gengi bréfanna hækkaði um 0,84% og hefur hækkað um 0,17% á síðastliðnum mánuði.