Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,14% í 1,6 milljarða króna viðskiptum á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Mesta veltan með hlutabréf Arion banka sem hækkuðu um 0,9% í hálfs milljarðs króna viðskiptum en gengi bankans stóð í 162 krónum við lokun Kauphallarinnar í dag.
Hlutabréfaverð Nova féll um 1,2% í 27 milljóna veltu og stóð í 4,38 krónum á hlut við lokun markaða. Gengi fjarskiptafélagsins hefur aldrei verið lægra frá skráningu þann 21. júní síðastliðin og er nú 14% undir útboðsgenginu í almennu hlutafjárútboði félagsins í síðasta mánuði.
Gengi Icelandair hækkaði um 1,4% í dag, þó aðeins í 25 milljóna veltu, og stóð í 1,45 krónum á hlut við lokun markaða. Hlutabréf Icelandair hafa þó fallið um 7,6% síðastliðin mánuð. Samkvæmt uppfærðum hluthafalista Icelandair, sem var birtur í dag, hefur fjárfestingafélag Reynis Grétarssonar eignast eins prósentu hlut í flugfélaginu.
Hlutabréf Símans og Ölgerðarinnar hækkuðu einnig um meira en 1% í viðskiptum dagsins.