Hlutabréfaverð Novo Nordisk hefur lækkað um 23% í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í morgun eftir að félagið tilkynnti um niðurstöður nýlegra rannsókna í morgun.
Danski lyfjarisinn hefur verið að binda vonir við nýtt þyngdarstjórnunarlyf, Cagrisema, sem félagið vonar að geti orðið arftaki Wegovy.
Greiningaraðilar og fjárfestar hafa verið að binda miklar vonir við Cagrisema en samkvæmt nýlegum rannsóknum nær lyfið ekki sama árangri og Zepbound sem Eli Lily framleiðir.
Bandaríska lyfjafyrirtækið Eli Lily er helsti keppinautur Novo Nordisk á þyngdarstjórnunarlyfjamarkaðinum en fyrirtækið vinnur nú að því að koma Zepbound í töfluform.
Bandaríska lyfjafyrirtækið Eli Lily er helsti keppinautur Novo Nordisk á þyngdarstjórnunarlyfjamarkaðinum en fyrirtækið vinnur nú að því að koma Zepbound í töfluform.
Samkvæmt danska miðlinum Børsen léttist meðalnotanda Zepbound um 20%.
Nýjustu rannsóknarniðurstöður Novo Nordisk á Cagrisema sýndu að meðaltals þyngdartap notenda lyfsins sé um 16,1%.
Vonir stóðu til að ná um 25% þyngdartapi með lyfinu en einungis 40% þeirra sem tóku þátt í rannsóknunum náðu þeim árangri.
Martin Holst Lange, framkvæmdastjóri Rannsóknar og þróunar hjá Novo Nordisk, segir í kauphallartilkynningu að niðurstöðurnar séu hvetjandi en hann bendir á að þeir sem tóku þátt sáu sjálfir um lyfjagjöf og aðeins 57% notenda tóku stærsta leyfilega skammt.
Greiningaraðilar höfðu spáð því að sölutekjur Novo Nordisk af lyfinu yrðu í kringum 140 milljarðar danskra króna á ári en niðurstöðurnar benda til þess að það þurfi að endurreikna þá fjárhæð eitthvað.