Hluta­bréfa­verð Novo Nor­disk hefur lækkað um 23% í kaup­höllinni í Kaup­manna­höfn í morgun eftir að félagið til­kynnti um niður­stöður ný­legra rannsókna í morgun.

Danski lyfja­risinn hefur verið að binda vonir við nýtt þyngdar­stjórnunar­lyf, Ca­grisema, sem félagið vonar að geti orðið arf­taki Wegovy.

Greiningaraðilar og fjár­festar hafa verið að binda miklar vonir við Ca­grisema en sam­kvæmt ný­legum rannsóknum nær lyfið ekki sama árangri og Zep­bound sem Eli Lily fram­leiðir.

Bandaríska lyfja­fyrir­tækið Eli Lily er helsti keppi­nautur Novo Nor­disk á þyngdar­stjórnunar­lyfja­markaðinum en fyrir­tækið vinnur nú að því að koma Zep­bound í töflu­form.

Bandaríska lyfja­fyrir­tækið Eli Lily er helsti keppi­nautur Novo Nor­disk á þyngdar­stjórnunar­lyfja­markaðinum en fyrir­tækið vinnur nú að því að koma Zep­bound í töflu­form.

Sam­kvæmt danska miðlinum Børsen léttist meðal­notanda Zep­bound um 20%.

Nýjustu rannsóknarniður­stöður Novo Nor­disk á Ca­grisema sýndu að meðaltals þyngdartap notenda lyfsins sé um 16,1%.

Vonir stóðu til að ná um 25% þyngdar­tapi með lyfinu en einungis 40% þeirra sem tóku þátt í rannsóknunum náðu þeim árangri.

Martin Holst Lang­e, fram­kvæmda­stjóri Rannsóknar og þróunar hjá Novo Nor­disk, segir í kaup­hallar­til­kynningu að niður­stöðurnar séu hvetjandi en hann bendir á að þeir sem tóku þátt sáu sjálfir um lyfja­gjöf og aðeins 57% not­enda tóku stærsta leyfi­lega skammt.

Greiningaraðilar höfðu spáð því að sölu­tekjur Novo Nor­disk af lyfinu yrðu í kringum 140 milljarðar danskra króna á ári en niður­stöðurnar benda til þess að það þurfi að endur­reikna þá fjár­hæð eitt­hvað.