Hlutabréfaverð Oculis leiddi hækkanir á aðalmarkaði er gengi líftæknilyfjafélagsins fór upp um rúm 5% í viðskiptum dagsins. Heildarvelta með bréf Oculis nam 283 milljónum króna og var dagslokagengið 2.250 krónur.
Gengi félagsins hækkaði verulega í októbermánuði og fór hæst í 2.470 krónur í byrjun nóvembermánaðar.
Eftir árshlutauppgjör félagsins í síðasta mánuði tók gengið að dala á ný en hefur síðan tekið við sér síðustu vikur. Samkvæmt uppgjöri Oculis býst félagið við því að sækja um markaðsleyfi hjá Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna (FDA) fyrir OCS-01 á fyrsta fjórðungi 2025.
Gengi Play leiddi lækkanir á aðalmarkaði er hlutabréfaverð flugfélagsins lækkaði um tæp 5% í örviðskiptum. Dagslokagengi flugfélagsins var 0,97 krónur og hefur ekki verið lægra síðan í lok október.
Play birtifarþegatölur fyrir opnun markaðaí morgun en flugfélagið flutti færri farþega í nóvembermánuði en í fyrra vegna ákvörðunar flugfélagsins að leigja eina af farþegaþotum sínum til GlobalX í Miami til að aðlaga framboðið eftir árstíðarbundnum sveiflum
Sætanýting Play var þó betri milli ára og nam 82,4% í nóvember samanborið við sætanýtingu upp á 74,5% í nóvember í fyrra. Þrátt fyrir minna framboð jókst fjöldi Íslendinga sem flugu með Play í nóvember.
Hlutabréfaverð Icelandair lækkaði einnig í viðskiptum dagsins er gengi flugfélagsins fór niður um rúm 2%.
Dagslokagengi Icelandair var 1,28 krónur en gengi flugfélagsins hefur hækkað um rúm 10% síðastliðinn mánuð.
Úrvalsvísitalan OMXI 15 hækkaði um 0,37% í viðskiptum dagsins og var heildarvelta 4,1 milljarður.