Hlutabréfaverð líftæknilyfjafélagsins Oculis, sem sérhæfir sig í augnsjúkdómum, leiddi hækkanir á aðalmarkaði í dag.
Gengi félagsins hækkaði um rúm 4% í 603 milljón króna viðskiptum. Af þeim voru 410 milljón króna utanþingsviðskipti sem tilkynnt voru í morgun á genginu 1.640 krónur.
Dagslokagengi Oculis var 1.720 krónur og hefur gengið ekki verið hærra síðan í byrjun maímánaðar.
Oculis var skráð í Kauphöllina í lok apríl og fór félagið samhliða því í 59 milljóna dala hlutafjáraukningu, sem samsvaraði 8,2 milljörðum íslenskra króna.
Útboðsgengið var 11,75 dalir og var dagslokagengið eftir fyrsta viðskiptadag 1.690 krónur.
Hlutabréfaverð Amaroq hækkaði um 3,5% í viðskiptum dagsins í um 2,4 milljarða króna veltu eftir að félagið ákvað að gera samkomulag við eigendur breytanlegra skuldabréfa um að þeir nýti breytirétt sinn í hlutabréf í félaginu.
Samkvæmt Amaroq einfaldar breytingin efnahagsreikning félagsins, dregur úr vaxtabyrði og eykur fjárhagslegan sveigjanleika til framtíðar.
Um 2,2 milljarða króna utanþingsviðskipti með bréf Amaroq voru tilkynnt í morgun er eigandi breytanlegra bréfa ákvað að selja hluti sína í félaginu á genginu 124 krónur.
Samkvæmt Amaroq einfaldar breytingin efnahagsreikning félagsins, dregur úr vaxtabyrði og eykur fjárhagslegan sveigjanleika til framtíðar.
Um 2,2 milljarða króna utanþingsviðskipti með bréf Amaroq voru tilkynnt í morgun er eigandi breytanlegra bréfa ákvað að selja hluti sína í félaginu á genginu 214 krónur.
Dagslokagengi Amaroq var 131 króna.
Flugfélögin Play og Icelandair leiddu lækkanir í dag en stigmagnandi átök í Miðausturlöndum hafa verið að þrýsta olíuverði upp.
Hlutabréfaverð Play lækkaði um rúm 6% í örviðskiptum á meðan gengi Icelandair lækkaði um rúm 2,5% í 204 milljón króna viðskiptum.
Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,55% og var heildarvelta á markaði 6,6 milljarðar.