Hluta­bréfa­verð líf­tækni­lyfja­fé­lagsins Ocu­lis, sem sér­hæfir sig í augn­sjúk­dómum, leiddi hækkanir á aðal­markaði í dag.

Gengi fé­lagsins hækkaði um rúm 4% í 603 milljón króna við­skiptum. Af þeim voru 410 milljón króna utan­þings­við­skipti sem til­kynnt voru í morgun á genginu 1.640 krónur.

Dagsloka­gengi Ocu­lis var 1.720 krónur og hefur gengið ekki verið hærra síðan í byrjun maí­mánaðar.

Ocu­lis var skráð í Kaup­höllina í lok apríl og fór fé­lagið sam­hliða því í 59 milljóna dala hluta­fjár­aukningu, sem sam­svaraði 8,2 milljörðum ís­lenskra króna.

Hluta­bréfa­verð líf­tækni­lyfja­fé­lagsins Ocu­lis, sem sér­hæfir sig í augn­sjúk­dómum, leiddi hækkanir á aðal­markaði í dag.

Gengi fé­lagsins hækkaði um rúm 4% í 603 milljón króna við­skiptum. Af þeim voru 410 milljón króna utan­þings­við­skipti sem til­kynnt voru í morgun á genginu 1.640 krónur.

Dagsloka­gengi Ocu­lis var 1.720 krónur og hefur gengið ekki verið hærra síðan í byrjun maí­mánaðar.

Ocu­lis var skráð í Kaup­höllina í lok apríl og fór fé­lagið sam­hliða því í 59 milljóna dala hluta­fjár­aukningu, sem sam­svaraði 8,2 milljörðum ís­lenskra króna.

Út­boðs­gengið var 11,75 dalir og var dagsloka­gengið eftir fyrsta við­skipta­dag 1.690 krónur.

Hluta­bréfa­verð Amaroq hækkaði um 3,5% í við­skiptum dagsins í um 2,4 milljarða króna veltu eftir að fé­lagið á­kvað að gera sam­komu­lag við eig­endur breytan­legra skulda­bréfa um að þeir nýti breyti­rétt sinn í hluta­bréf í fé­laginu.

Sam­kvæmt Amaroq ein­faldar breytingin efna­hags­reikning fé­lagsins, dregur úr vaxta­byrði og eykur fjár­hags­legan sveigjan­leika til fram­tíðar.

Um 2,2 milljarða króna utan­þings­við­skipti með bréf Amaroq voru til­kynnt í morgun er eig­andi breytan­legra bréfa á­kvað að selja hluti sína í fé­laginu á genginu 124 krónur.

Sam­kvæmt Amaroq ein­faldar breytingin efna­hags­reikning fé­lagsins, dregur úr vaxta­byrði og eykur fjár­hags­legan sveigjan­leika til fram­tíðar.

Um 2,2 milljarða króna utan­þings­við­skipti með bréf Amaroq voru til­kynnt í morgun er eig­andi breytan­legra bréfa á­kvað að selja hluti sína í fé­laginu á genginu 214 krónur.

Dagsloka­gengi Amaroq var 131 króna.

Flug­fé­lögin Play og Icelandair leiddu lækkanir í dag en stig­magnandi átök í Mið­austur­löndum hafa verið að þrýsta olíu­verði upp.

Hluta­bréfa­verð Play lækkaði um rúm 6% í ör­við­skiptum á meðan gengi Icelandair lækkaði um rúm 2,5% í 204 milljón króna við­skiptum.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,55% og var heildarvelta á markaði 6,6 milljarðar.