Hluta­bréf líf­tækni­fyrir­tækisins Ocu­lis, sem tekin voru til við­skipta í ís­lensku Kaup­höllinni í lok apríl, hafa lækkað um 6% frá skráningu.

Fé­lagið lauk 59 milljóna dala hluta­fjár­aukningu, sem sam­svarar 8,2 milljörðum ís­lenskra króna, um miðjan apríl­mánuð.

Meðal hlut­hafa sem komu nýir inn voru ís­lenskir stofnana­fjár­festar en Ocu­lis fór á markað í Banda­ríkjunum fyrir rúmu ári síðan gegnum sér­stakt yfir­töku­fé­lag (e. SPAC) og eru bréf fé­lagsins tví­skráð.

Hluta­bréf líf­tækni­fyrir­tækisins Ocu­lis, sem tekin voru til við­skipta í ís­lensku Kaup­höllinni í lok apríl, hafa lækkað um 6% frá skráningu.

Fé­lagið lauk 59 milljóna dala hluta­fjár­aukningu, sem sam­svarar 8,2 milljörðum ís­lenskra króna, um miðjan apríl­mánuð.

Meðal hlut­hafa sem komu nýir inn voru ís­lenskir stofnana­fjár­festar en Ocu­lis fór á markað í Banda­ríkjunum fyrir rúmu ári síðan gegnum sér­stakt yfir­töku­fé­lag (e. SPAC) og eru bréf fé­lagsins tví­skráð.

Oculis birti í vor jákvæðar niðurstöður úr tveimur klínískum rannsóknum á OCS-01, augndropum sem byggja á Optirech® tækni félagins. OCS-01 augndroparnir bættu verulega sjón sjúklinga með sjónhimnubjúg í sykursýki, sem annars er meðhöndlað með sprautuástungu á auga.

Gert er ráð fyrir að síðar á þessu ári muni niðurstöður liggja fyrir úr nokkrum klínískum rannsóknum, m.a. fyrir lok annars ársfjórðungs á OCS-02 (TNF-hamlara) líftækni-augndropum Oculis við alvarlegum augnþurrki, sem og á notkun OCS-05 til meðhöndlunar á sjóntaugarbólgu á fjórða ársfjórðungi.

Gengi Icelandair var ekki lægra í fjögur ár

Hluta­bréfa­verð Icelandair lokaði í 0,88 krónum en lægsta dagsloka­gengi í sögu fé­lagsins var 0,87 krónur þann 5. októ­ber 2020.

Gengi flug­fé­lagsins fór niður um 3,5% í um 78 milljón króna veltu í dag.

Skömmu fyrir kórónu­veirufar­aldurinn stóð gengi flug­fé­lagsins í 8,820 krónum og hefur gengið lækkað um 99% síðan þá.

Mesta veltan var með bréf Marels en gengi fé­lagsins hreyfðist lítið í 469 milljón króna við­skiptum.

Úr­vals­vísi­talan OMXI15 lækkaði um 0,49% og var heildar­velta á markaði 2,5 milljarðar.