Hlutabréf Origo hækkuðu um 11% í 93 milljóna króna viðskiptum á aðalmarkaði Kauphallarinnar. Gengi Origo stóð í 101 krónu á hlut og hefur aldrei verið hærra en bréf félagsins hafa hækkað um 40% í ár, ekki síst vegna 28 milljarða sölunnar á eignarhlut sínum í Tempo í byrjun október.

Taka skal þó fram að hækkunin skýrist einkum að litlum viðskiptum á síðasta hálftímanum fyrir lokun Kauphallarinnar. Á miðvikudaginn var réttindaleysisdagur vegna 24 milljarða króna útgreiðslu til hluthafa í formi lækkunar hlutafjár í kjölfar Tempo sölunnar.

Alvotech hækkaði um 2,8% í 113 milljóna króna viðskiptum á sínum öðrum viðskiptadegi á aðalmarkaðnum. Gengi félagsins stendur nú í 1.280 krónum á hlut. Hlutabréfaverð Alvotech á Íslandi hefur nú hækkað um meira en 60% frá 22. nóvember síðastliðnum þegar það náði sínu lægsta dagslokagengi í 786 krónum.

Mesta veltan var með hlutabréf Marels sem lækkaði um 1,2% í 900 milljóna viðskiptum. Gengi Marels stendur nú í 516 krónum.