Hluta­bréfa­verð Parken Sport & En­terta­in­ment, sem á meðal annars knatt­spyrnu­fé­lagið FC Køben­havn, hefur hækkað um 14% í fyrstu við­skiptum í kaup­höllinni í Dan­mörku í morgun.

Sam­kvæmt heimildar­mönnum Insi­de Businesser ó­nefndur hópur banda­rískra fjár­festa að leggja fram yfir­töku­til­boð í allt hluta­fé fé­lagsins en samninga­við­ræður hafa staðið yfir á síðustu mánuðum.

Insi­de Business segir að samninga­við­ræður við stóra hlut­hafa séu á loka­stigi en meðal þeirra eru stofn­endur Saxo Bank, Lars Seier, Erik Skjær­bæk og Karl Peter Kors­ga­ard Søren­sen.

Hluta­bréfa­verð Parken Sport & En­terta­in­ment, sem á meðal annars knatt­spyrnu­fé­lagið FC Køben­havn, hefur hækkað um 14% í fyrstu við­skiptum í kaup­höllinni í Dan­mörku í morgun.

Sam­kvæmt heimildar­mönnum Insi­de Businesser ó­nefndur hópur banda­rískra fjár­festa að leggja fram yfir­töku­til­boð í allt hluta­fé fé­lagsins en samninga­við­ræður hafa staðið yfir á síðustu mánuðum.

Insi­de Business segir að samninga­við­ræður við stóra hlut­hafa séu á loka­stigi en meðal þeirra eru stofn­endur Saxo Bank, Lars Seier, Erik Skjær­bæk og Karl Peter Kors­ga­ard Søren­sen.

Heimildir IB herma að verið sé að bjóða þeim um 140 til 150 danskar krónur á hlut en dagsloka­gengi Parken á föstu­daginn var 113,5 krónur.

Gengi Parkens stendur í 129,5 dönskum krónum þegar þetta er skrifað.

Sam­kvæmt danska við­skipta­miðlinum Børseneru banda­rísku fjár­festarnir að meta Kaup­manna­hafnar­fé­lagið á um 1,5 milljarða danskra króna.

Skemmti­garðurinn Lalandia og leik­vangurinn Parken eru hluti af sam­stæðunni á­samt fyrr­nefndu knatt­spyrnu­fé­lagi.

Banda­rískir fjár­festar sýndu á­huga á að kaupa Parken árið 2019 en hlut­hafar höfnuðu til­boðinu þar sem þeir töldu til­boðs­verðið of lágt.