Hlutabréfaverð Parken Sport & Entertainment, sem á meðal annars knattspyrnufélagið FC København, hefur hækkað um 14% í fyrstu viðskiptum í kauphöllinni í Danmörku í morgun.
Samkvæmt heimildarmönnum Inside Businesser ónefndur hópur bandarískra fjárfesta að leggja fram yfirtökutilboð í allt hlutafé félagsins en samningaviðræður hafa staðið yfir á síðustu mánuðum.
Inside Business segir að samningaviðræður við stóra hluthafa séu á lokastigi en meðal þeirra eru stofnendur Saxo Bank, Lars Seier, Erik Skjærbæk og Karl Peter Korsgaard Sørensen.
Heimildir IB herma að verið sé að bjóða þeim um 140 til 150 danskar krónur á hlut en dagslokagengi Parken á föstudaginn var 113,5 krónur.
Gengi Parkens stendur í 129,5 dönskum krónum þegar þetta er skrifað.
Samkvæmt danska viðskiptamiðlinum Børseneru bandarísku fjárfestarnir að meta Kaupmannahafnarfélagið á um 1,5 milljarða danskra króna.
Skemmtigarðurinn Lalandia og leikvangurinn Parken eru hluti af samstæðunni ásamt fyrrnefndu knattspyrnufélagi.
Bandarískir fjárfestar sýndu áhuga á að kaupa Parken árið 2019 en hluthafar höfnuðu tilboðinu þar sem þeir töldu tilboðsverðið of lágt.