Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,9% í 4,1 milljarðs króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Ellefu félög aðalmarkaðarins voru græn í viðskiptum dagsins og sex rauð.

Hlutabréfaverð VÍS hækkaði um 3%, mest af félögum aðalmarkaðarins, í 82 milljóna veltu og stendur nú í 19,9 krónum á hlut. Dagslokagengi VÍS var síðast hærra í ágúst 2022.

Auk VÍS þá hækkuðu hlutabréf Haga, Reita og Kviku banka um meira en 2% í dag. Þá hækkuðu bréf Íslandsbanka um 1,6%, Arion um 1,3% og Icelandair um 1,0%.

Brim lækkaði mest af félögum aðalmarkaðarins eða um 2,2%. Skel og Ölgerðin fylgdu þar á eftir í 1,8-1,9% lækkun.

Á First North-markaðnum lækkaði hlutabréfaverð flugfélagsins Play um 3,2% í 43 milljóna viðskiptum og er komið niður í 12,2 krónur á hlut. Gengi Play hefur aldrei verið lægra við lokun Kauphallarinnar.