Hluta­bréfa­verð í flug­fé­laginu Play lækkaði um 19% í við­skiptum dagsins á First North markaðinum. Fé­lagið birti árs­upp­gjör í gær á­samt því að til­kynna um fyrir­hugaða 3 til 4 milljarða króna hluta­fjár­aukningu.

Fé­lagið stefnir jafn­framt á að flytja sig af First North-markaðnum yfir á aðal­markað Kaup­hallarinnar á fyrri helmingi ársins.

Dagsloka­gengi Play var 5,4 krónur sem er tæp­lega 61% lækkun á hálfu ári þegar gengi fé­lagsins stóð í 14,1 krónu.

Ölgerðin hækkað um 70%

Tryggingar­fé­lögin Sjó­vá og Vís leiddu hækkanir á aðal­markaði í dag og fór gengi Sjó­vá upp um rúm 3% á meðan VÍS fór upp tæp­lega 3%.

Um hálfs milljarðs velta var með bréf tryggingar­fé­laganna tveggja.

Öl­gerðin hækkaði einnig í við­skiptum dagsins en gengi fé­lagsins hefur nú hækkað um 70% á einu ári. Hluta­bréf í Öl­gerðinni hækkuðu næst­mest allra skráðra fé­lagi í fyrra en gengið hefur síðan hækkað um 16% á nýju ári.

Gengi Öl­gerðarinnar hækkaði um 2,5% í 161 milljón króna við­skiptum í dag.

Gengi Amaroq Minerals, sem leiddi hækkanir á markað í fyrra, lækkaði um 2% en gengi fé­lagsins hefur lækkað um 3,5% síðast­liðinn mánuð. Dagsloka­gengi Amaroq var 124 krónur.

Hluta­bréf í Al­vot­ech hækkuðu um tæp 2% í 1,5 milljarða króna veltu í dag.

Úr­vals­vísi­talan OMXI 15 hækkaði um 1,51%. Heildar­velta á markaði var 5,8 milljarðar.