Hluta­bréfa­verð flug­félagsins Play hefur hækkað um 11% í ör­við­skiptum í dag og stendur gengið í 0,83 krónum á hlut þegar þetta er skrifað.

Rúm vika er síðan að flug­félagið birti árs­upp­gjör sitt en þar kom fram að félagið skilaði 66 milljóna dala tapi á liðnu ári, sem nemur ríf­lega 9,1 milljarði króna.

Til saman­burðar tapaði félagið um 35 milljónum dala árið áður, sem nemur 4,8 milljörðum króna. Hefur félagið í heildina tapað 171,4 milljónum dala frá stofnun þess, sem nemur 23,3 milljörðum króna.

Í viðtali við Við­skipta­blaðið segir Hans Jørgen Elnæs, norskur greinandi og ráðgjafi á flug­markaði, að félagið muni að öllum líkindum þurfa að fara í hluta­fjárút­boð á fyrsta árs­fjórðungi.

„Helsta áskorun Play er að eininga­kostnaður (CASK) er enn þá tals­vert meiri en eininga­tekjur (RASK). Þetta verður að breytast á árinu 2025 til að félagið skili hagnaði eða a.m.k. minnki tapið milli ára,“ segir Hans.

Hægt er að lesa um­fjöllun Við­skipta­blaðsins um ís­lensku flug­félögin hér.