Úrvalsvísitalan lækkaði um eitt prósent í 4,3 milljarða króna viðskiptum á íslenska hlutabréfamarkaðnum í dag. Sautján félög lækkuðu og sex hækkuðu.

Úrvalsvísitalan lækkaði um eitt prósent í 4,3 milljarða króna viðskiptum á íslenska hlutabréfamarkaðnum í dag. Sautján félög lækkuðu og sex hækkuðu.

Mesta breytingin var á gengi hlutabréfa Play sem lækkuðu um 3,6% í tíu viðskiptum upp á samtals um 4 milljónir króna. Hlutabréfaverð flugfélagsins stendur nú í 1,60 krónum á hlut eftir 17,5% lækkun á einum mánuði. Dagslokagengi Play hefur aldrei verið lægra.

Gengi flugfélagsins er nú 64,4% undir 4,5 krónu útgáfuverðinu í 4,6 milljarða króna hlutafjáraukningunni sem félagið lauk í vor.

Þar á eftir lækkaði hlutabréfa Marels, Heima og Alvotech mest, eða um 2,0-2,2%. Hlutabréfaverð Alvotech hefur nú lækkað um tæplega 16% á síðustu þremur vikum og stendur nú í 1.490 krónum á hlut.

Hampiðjan og Sýn voru einu félög Kauphallarinnar til að hækka um meira en eitt prósent í dag.

Mesta veltan, eða um 850 milljónir króna, var með hlutabréf Arion banka sem lækkuðu um 1,1% í dag. Gengi bankans stendur nú í 138 krónum á hlut og er um 3,7% lægra en í byrjun árs.