Hlutabréfaverð Play lækkaði fimmta viðskiptadaginn í röð og stendur nú í 11,3 krónum á hlut eftir 3,4% lækkun í dag. Gengi flugfélagsins hefur fallið um 19,3% frá birtingu ársuppgjörs fyrir viku síðan og hefur aldrei verið lægra.

Úrvalsvísitalan féll um hálft prósent í 3,6 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. VÍS lækkaði mest af félögum aðalmarkaðarins eða um 2% í tuttugu milljóna veltu. Auk VÍS lækkuðu hlutabréf Reita, Kviku banka, Festi og Íslandsbanka um meira en 1%.

Útgerðafélögin Brim og Síldarvinnslan hækkuðu um 2,9-3,5% en gengi félaganna tók að hækka eftir að Hafrannsóknastofnun tilkynnti um að von sé á hækkun loðnuráðgjafar. Stofnunin gerir ráð fyrir að hækkun rálags hámarksafla verði yfir 100 þúsund tonn.