Hluta­bréfa­verð flug­félagsins Play hefur lækkað um 12,5% í örvið­skiptum í dag.

Gengið stendur í 0,39 krónum þegar þetta er skrifað. Haldist það óbreytt yrði það lægsta dagsloka­gengi í sögu félagsins.

Úr­vals­vísi­talan hefur lækkað um 0,69% í við­skiptum dagsins en lækkanir eru fremur hóf­legar að Play undan­skildu.

Gengi Icelandair hefur lækkað um rúm 2%, Amaroq um 2% og Al­vot­ech um tæp 2%.

Hluta­bréf á heims­vísu hafa verið að lækka síðasta sólar­hring meðal annars vegna aukinnar spennu í alþjóða­við­skiptum í tengslum við tollaákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta.

Tollar á ís­lenskar vörur hækka úr 10% í 15%, sem gæti haft áhrif á ís­lenskan sjávarút­veg, lyfja­iðnað og tækni­fyrir­tæki sem flytja vörur til Bandaríkjanna.