Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,2% í 3,3 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Meirihluti veltunnar var með hlutabréf Arion banka og Marels en gengi hlutabréfa beggja félaga hækkaði um 0,4% í dag.
Hlutabréfaverð sex félaga – Oculis, Símans, Kaldalóns, Ísfélagsins, Haga og Brims - hækkaði um meira en eitt prósent í dag. Velta með bréf þessara félaga var þó heldur lítil.
Gengi Play lækkaði um 3,7%, mest af félögum Kauphallarinnar, í fimm viðskiptum sem námu samtals 1,4 milljónum króna. Hlutabréfaverð Play stóð í 1,83 krónum við lokun Kauphallarinnar sem er lægsta dagslokagengi félagsins frá skráningu.
Gengi flugfélagsins er nú 59% undir útgáfuverðinu í 4,6 milljarða króna hlutafjárútboðinu sem félagið lauk í vor.