Gengi skandinavíska flugfélagsins SAS hækkaði um 18,13% í dag. Gengi félagsins hefur sveiflast mikið að undanförnu og fór lægst í 0,43 sænskar krónur en stendur nú í 0,61 krónum sænskum eftir hækkun dagsins.

Anko van der Werff, forstjóri SAS, sagði í samtali við Börsen í dag að lítið væri að þokast í samningsátt í verkfallsdeilu við um 1.000 flugmenn flugfélagsins.