Úrvalsvísitalan lækkaði um 2% í 1,7 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Tólf félög aðalmarkaðarins lækkuðu og átta hækkuðu í viðskiptum dagsins.

Mesta veltan var með hlutabréf sem hækkuðu um 0,7% í tæplega 300 milljóna veltu. Hlutabréfaverð Símans stendur nú í 14,6 krónum á hlut og hefur aldrei verið hærra en gengi félagsins hefur hækkað um 45% undanfarið ár.

Hlutabréfaverð Sýnar, sem hækkaði um 16% í gær, hækkaði um 1,5% í hundrað milljóna veltu í dag og stendur nú í 27,8 krónum á hlut. Greint var frá því í gær að Skel fjárfestingarfélag hefði keypt 10% hlut í Sýn í byrjun vikunnar.

Icelandair ekki lægra síðan í nóvember

Hlutabréf Arion banka og JBT Marels lækkuðu mest í dag. Í tilfelli hlutabréfa Arion, sem féllu um 7,4% í verði, má rekja lækkunina til arðgreiðslu upp á 11,5 krónur á hlut en arðleysisdagur vegna hennar er í dag. Gengi JBT Marels féll um 3,5% í 26 milljóna veltu.

Hlutabréfaverð Icelandair lækkaði um 2,6% í 56 milljóna króna veltu og stendur nú í 1,13 krónum á hlut. Gengi flugfélagsins hefur ekki verið lægra síðan í nóvember síðastliðnum.

Aðalfundur Icelandair fór fram í gær og fjallaði Viðskiptablaðið um ræðu Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, á fundinum.