Hluta­bréfa­verð Sjóvár hefur hækkað um rúm 8% það sem af er ári eftir um 1,5% hækkun í við­skiptum dagsins.

Dagsloka­gengi Sjóvár var 52 krónur á hlut en gengið fór í sitt hæsta gengi frá skráningu í síðustu viku er dagsloka­gengið var 52,75 krónur. Hluta­bréfa­verð félagsins hefur nú hækkað um tæp 24% síðastliðið ár.

Gengi Ocu­lis hefur leitt hækkanir á aðal­markaði það sem af er ári en gengi félagsins hefur hækkað um 34,5% frá árs­byrjun þrátt fyrir um tæp­lega 2% lækkun í við­skiptum dagsins. Dagls­loka­gengi Ocu­lis var 3.200 krónur.

Fast­eignafélögin Reitir og Eik leiddu hækkanir á aðal­markaði er gengi beggja félaga fór upp um 2,2% hvort um sig.

Heildar­velta með bréf Reita var 252 milljónir á meðan veltan með bréf Eikar nam 81 milljón.

Hluta­bréfa­verð flug­félagsins Play leiddi lækkanir á aðal­markaði er gengi félagsins fór niður um 4,5% í ör­við­skiptum.

Úr­vals­vísi­talan OMXI15 hækkaði um 0,37% og lokaði í 2932,72 stigum. Heildar­velta á markaði var 3,6 milljarðar.