Hlutabréfaverð Sjóvár hefur hækkað um rúm 8% það sem af er ári eftir um 1,5% hækkun í viðskiptum dagsins.
Dagslokagengi Sjóvár var 52 krónur á hlut en gengið fór í sitt hæsta gengi frá skráningu í síðustu viku er dagslokagengið var 52,75 krónur. Hlutabréfaverð félagsins hefur nú hækkað um tæp 24% síðastliðið ár.
Gengi Oculis hefur leitt hækkanir á aðalmarkaði það sem af er ári en gengi félagsins hefur hækkað um 34,5% frá ársbyrjun þrátt fyrir um tæplega 2% lækkun í viðskiptum dagsins. Daglslokagengi Oculis var 3.200 krónur.
Fasteignafélögin Reitir og Eik leiddu hækkanir á aðalmarkaði er gengi beggja félaga fór upp um 2,2% hvort um sig.
Heildarvelta með bréf Reita var 252 milljónir á meðan veltan með bréf Eikar nam 81 milljón.
Hlutabréfaverð flugfélagsins Play leiddi lækkanir á aðalmarkaði er gengi félagsins fór niður um 4,5% í örviðskiptum.
Úrvalsvísitalan OMXI15 hækkaði um 0,37% og lokaði í 2932,72 stigum. Heildarvelta á markaði var 3,6 milljarðar.