Hlutabréfaverð fjárfestingafélagsins Skeljar hækkaði um 3% í viðskiptum dagsins en gengi félagsins hefur nú farið upp um 5% síðastliðinn mánuð.
Dagslokagengi Skeljar var 20,2 krónur og hefur aldrei verið hærra.
Hlutabréfaverð Eimskips leiddi lækkanir á aðalmarkaði er gengi gámaflutningafélagsins fór niður um 4,5% í 174 milljón króna viðskiptum.
Gengi Eimskips hefur verið á miklu flugi síðustu vikur og hækkað um 19% á árinu þrátt fyrir lækkun dagsins. Dagslokagengi Eimskips var 460 krónur.
Gengi Alvotech lækkaði um 3% í 289 milljón króna viðskiptum og var dagslokagengið 1.800 krónur.
Úrvalsvísitalan OMXI15 lækkaði um 0,6% og lokaði í 2.910,49 stigum. Heildarvelta á markaði var 4,3 milljarðar.