Hlutabréfaverð fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækisins Sýnar lokaði í 22,2 krónum í dag og hefur dagslokagengi félagsins því aldrei verið lægra.

Dagslokagengi Sýnar hefur einu sinni áður farið undir 23 krónur er gengið lokaði í 22,8 krónum í lok júlímánaðar.

Gengið lækkaði um rúm 5% í örviðskiptum í rúmlega 30 milljón króna veltu í viðskiptum dagsins.

Hlutabréfaverð samstæðunnar hefur lækkað um 28% síðastliðinn mánuð en Sýn sendi frá sér neikvæða afkomuviðvörun í byrjun mánaðar.

Gengið lækkaði um rúm 5% í örviðskiptum í rúmlega 30 milljón króna veltu í viðskiptum dagsins.

Hlutabréfaverð samstæðunnar hefur lækkað um 28% síðastliðinn mánuð en Sýn sendi frá sér neikvæða afkomuviðvörun í byrjun mánaðar.

Hlutabréfaverð Íslandsbanka lækkaði um tæp 3% í 262 milljón króna veltu og var dagslokagengi bankans 126 krónur á hlut.

Gengi bankans hefur hækkað um 6% síðastliðinn mánuð en fjármálaráðuneytið tilkynnti í dag um fyrirkomulag í tengslum við sölu á eftirstandandi hlut ríkisins í bankanum.

Gengi Reita lækkaði einnig í viðskiptum dagsins er hlutabréfaverð fasteignafélagsins fór niður um rúm 2% í 178 milljón króna viðskiptum.

Úrvalsvísitalan OMXI15 lækkaði um 1,22% og lokaði í 2.964,83 stigum. Heildarvelta á markaði var 11,2 milljarðar en velta með bréf Oculis nam 7,5 milljörðum af því.