Hluta­bréfa­verð Vestas og Ørsted í dönsku Kaup­höllinni rauk upp í fyrstu við­skiptum í morgun eftir kapp­ræður for­seta­fram­bjóð­enda Banda­ríkjanna í nótt.

Sam­kvæmt danska við­skipta­miðlinum Børsen var kaup­þrýstingur í Kaup­manna­höfn í morgun en var á­sókn í bréf Vestas sem hækkaði um tæp 6% og í Ørsted sem hækkaði um 5,5% í fyrstu við­skiptum.

Ørsted er stærsta orku­fyrir­tæki Dan­merkur og fé­lagið hefur tölu­verða hags­muni í Banda­ríkjunum, sér í lagi í tengslum við verk­efnið Re­volution Wind.

Hluta­bréfa­verð Vestas og Ørsted í dönsku Kaup­höllinni rauk upp í fyrstu við­skiptum í morgun eftir kapp­ræður for­seta­fram­bjóð­enda Banda­ríkjanna í nótt.

Sam­kvæmt danska við­skipta­miðlinum Børsen var kaup­þrýstingur í Kaup­manna­höfn í morgun en var á­sókn í bréf Vestas sem hækkaði um tæp 6% og í Ørsted sem hækkaði um 5,5% í fyrstu við­skiptum.

Ørsted er stærsta orku­fyrir­tæki Dan­merkur og fé­lagið hefur tölu­verða hags­muni í Banda­ríkjunum, sér í lagi í tengslum við verk­efnið Re­volution Wind.

Um er að ræða vind­myllu­verk­efni rétt fyrir utan austur­strönd Banda­ríkjanna en fram­kvæmdir áttu að hefjast í haust en hefur verið seinkað. Á­ætlað er að vind­myllurnar vestan­hafs verði teknar í notkun árið 2026 fremur en 2025 eins og stóð til.

Sam­kvæmt banda­rískum fjöl­miðlum styrkti Kamala Har­ris stöðu sína í kapp­ræðunum en hún er hlið­hollari vind­myllu­verk­efnum en mót­fram­bjóðandi hennar Donald Trump.

Vestas er danskt fyrir­tæki sem fram­leiðir og þjónustar vind­myllur víða um heim og hefur því einnig hag af niður­stöðum for­seta­kosninganna í nóvember.

„Það er alveg ljóst að óttinn við sigur Donald Trump hefur haft nei­kvæð á­hrif á gengi Ørsted og Vestas,“ segir Jacob Peder­sen aðal­hag­fræðingur S­yd­bank í sam­tali við Børsen.

Hluta­bréfa­verð Vestast hefur lækkað um 20% síðast­liðna sex mánuði á meðan gengi Ørsted hefur sveiflast mikið en hækkað um þó um 18% á sama tíma­bili.

Síðar­nefnda fé­lagið hefur einnig verið í tölu­verðum rekstrar­vand­ræðum en hluta af þeim vanda má rekja til vind­myllu­verk­efna í Banda­ríkjunum