Hluta­bréfa­verð hug­búnaðar­fyrir­tækisins Unity hækkaði um 6% í fram­virkum samningum í nótt eftir að for­stjóri fyrir­tækisins, John Ricciti­ello, sagði starfi sínu lausu seint í gær­kvöldi.

Ricciti­ello tók við sem for­stjóri Unity af Davíð Helga­syni, einn stofnenda Unity, árið 2014.

Þegar Ricciti­ello tók við starfinu fagnaði Davíð ráðningunni á Face­book og sagði að fyrir­tækið hafi gengið á eftir honum í nokkurn tíma. Ráðning Ricciti­ello gerði Davíð kleift að gera það sem hann vildi innan fyrir­tækisins án þess að hafa á­hyggjur af dag­legum rekstri.

Á­ætlað er að gengi Unity opni í um 32 dölum í Kaup­höllinni í New York á eftir en hluta­bréf í Unity hafa hækkað um 10% á árinu en lækkað um 3% sl. 6 mánuði.

Hlutur Davíðs metin á 37,5 milljarða

Davíð á enn hluti í fyrir­tækinu en fé­lagið var skráð í Kaup­höllina í New York árið 2020.

Hluta­bréfa­verð Unity hækkaði gífur­lega í virði við skráningu líkt og mörg önnur tækni­fyrir­tæki í heims­far­aldrinum.

Eftir skráningu átti Davíð 4% hlut í fé­laginu. Hann hefur aftur á móti lækkað eignar­hlut sinn í fé­laginu í nokkrum skrefum síðan.

Sam­kvæmt vef­miðlinum Benzinga hefur Davíð selt hluti í Unity fyrir rúma 32 milljarða ís­lenskra króna. Hann seldi síðast 12,500 hluti fyrir í byrjun ágúst fyrir 74 milljónir króna.

Davíð á enn 9.095.216 hluti í Unity sem eru 37,5 milljarðs króna virði á nú­verandi gengi.

Unity Technologies fram­leiðir verk­færi fyrir tölvu­leikja­fram­leið­endur, smáa sem stóra, og er tæknin sú vin­sælasta hjá þeim sem búa til leiki fyrir snjall­síma.