Hluta­bréf í United Sta­tes Steel hækkuðu um 36% í Kaup­höllinni í New York í gær eftir að fjár­festinga­fé­lagið Esmark lagði fram kaup­til­boð í fyrir­tækið.

Esmark, sem var af­skráð 2008 og er í einka­eigu James P. Bouchard og fjöl­skyldu, bauðst til að kaupa US Steel á 35 dali á hlut en sam­kvæmt því er kaup­verðið 7,8 milljarðar Banda­ríkja­dala, sem sam­svarar yfir þúsund milljörðum ís­lenskra króna.

Mun það vera 54% hærra en dagsloka­gengi U.S. Steel á föstu­daginn sem var 22,72%.

Hluta­bréf í United Sta­tes Steel hækkuðu um 36% í Kaup­höllinni í New York í gær eftir að fjár­festinga­fé­lagið Esmark lagði fram kaup­til­boð í fyrir­tækið.

Esmark, sem var af­skráð 2008 og er í einka­eigu James P. Bouchard og fjöl­skyldu, bauðst til að kaupa US Steel á 35 dali á hlut en sam­kvæmt því er kaup­verðið 7,8 milljarðar Banda­ríkja­dala, sem sam­svarar yfir þúsund milljörðum ís­lenskra króna.

Mun það vera 54% hærra en dagsloka­gengi U.S. Steel á föstu­daginn sem var 22,72%.

Höfnuðu öðru kauptilboði í gær

US Steel hafnaði kaup­til­boði Cle­veland Cliffs sem hljóðaði upp á 7,3 milljarða dali í gær en skömmu síðar bauð Esmark í fé­lagið. US Steel hefur átt erfitt upp­dráttar síðustu árs­fjórunga og hefur hagnaður fyrir­tækisins dregist saman vegna hækkandi orku­kostnaðar og hærra hrá­vöru­verðs.

J.P. Morgan stofnaði US Steel árið 1901 með því að fjár­magna sam­runa á stál­fyrir­tæki Andrew Car­negi­e, Carni­ege Steel Company, við tvö önnur stál­fyrir­tæki.

Fyrir­tækið var um tíma verð­mætasta fyrir­tæki heims og fyrsta fyrir­tæki í heiminum til að vera metið á yfir 1 milljarð Banda­ríkja­dala.