Gengi hlutabréfa veðmálafélaga sem eru skráð á markað í London féll í fyrstu viðskiptum á mánudag í kjölfar fregna um að bresk stjórnvöld hafi í hyggju að auka skattheimtu af veðmálastarfsemi.

Gengi hlutabréfa veðmálafélaga sem eru skráð á markað í London féll í fyrstu viðskiptum á mánudag í kjölfar fregna um að bresk stjórnvöld hafi í hyggju að auka skattheimtu af veðmálastarfsemi.

Reikna bresk stjórnvöld með að þessi aðgerð muni skila allt að 3 milljörðum punda aukalega í ríkiskassann á ári. Gangi áformin eftir munu sumir skattar sem lagðir eru á starfsemi rafrænna spilavíta og veðmálafyrirtækja vera tvöfaldaðir, sem felur m.a. í sér 15% skatt af hagnaði slíkra félaga.

Gengi hlutabréfa Evoke féll um rúmlega 14%, Entain um rúmlega 13%, Flutter um tæplega 8% og Rank Group um tæplega 7%.