Virði eignarhluts Eyris Invest í Marel dróst saman um 19,5 milljarða króna í viðskiptum á aðalmarkaði Kauphallar í gær. Líkt og Viðskiptablaðið greindi frá lækkaði verð á bréfum félagsins um 17,56% og markaðsvirði þess því úr 452 milljörðum króna niður í 381 milljarð.
Eyrir Invest er stærsti hluthafi Marels með 24,7% eignarhlut. Stærstu einstöku hluthafar Eyris eru þeir feðgar, Þórður Magnússon og Árni Oddur Þórðarson með 20,7% og 18,1% hlut hvor. Virði eignarhluta Þórðar í gegnum Eyri rýrnaði því um 4.041 milljón króna og hlutur Árna um 3.533 milljónir. Aðrir stórir hluthafar í Eyri Invest eru Landsbankinn, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) og Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LIVE).
Tíu stærstu hluthafar Eyris Invest og virðisrýrnun í bréfum Marel
Virðisrýrnun í m. kr. | |||||||
-4.041 | |||||||
-3.533 | |||||||
-2.772 | |||||||
-2.265 | |||||||
-2.206 | |||||||
-664 | |||||||
-605 | |||||||
-586 | |||||||
-586 | |||||||
-508 |
Aðalfundur Eyris verður haldinn þann 11. maí næstkomandi en líkt og Viðskiptablaðið greindi frá fyrir skemmstu hyggst Þórður láta af stjórn félagsins eftir 23 ár í brúnni. Eyrir tapaði 80 milljörðum króna í fyrra, en gangvirði eignarhluta Eyris í Marel lækkaði um 46% á árinu.
Þrátt fyrir mikla lækkun á hlutabréfum Marel í gær hafa bréfin hækkað um ríflega 1% frá áramótum.