Við vorum meðvituð um að tilnefningar okkar gætu vakið upp ólíkar skoðanir einhverra hluthafa. En að teknu tilliti heildstætt til allra þeirra þátta sem líta ber til er það niðurstaða nefndarinnar að þessi samsetning stjórnar sé sterk til næsta starfsárs og í samræmi við þær áherslur sem hluthafar lögðu fyrir okkur þegar þeir ræddu við nefndina,“ sagði Sigrún Ragna Ólafsdóttir, formaður tilnefningarnefndar Festi, í ræðu á aðalfundi félagsins í dag.
Töluverður hiti var í kringum stjórnarkjörið á aðalfundinum, einkum vegna tilnefningar nefndarinnar á Þórði Má Jóhannessyni, fyrrum stjórnarformanni og eins stærsta hluthafa félagsins, og andstöðu Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) og Brúar lífeyrissjóðs við að hann myndi snúa aftur í stjórn félagsins.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði