Í ársreikningi líftæknifyrirtækisins Genís kemur fram að á næstu vikum stefni félagið að því að tryggja sér 1,3 milljarða króna fjármögnun, meðal annars með útgáfu nýs hlutafjár.

Þá er tekið fram að stjórn félagsins meti rekstrarhæfi þess tryggt með fjármögnuninni og fyrirliggjandi rekstrar- og sjóðstreymisáætlunum. Í fyrra nam tap félagsins 562 milljónum króna og jókst tapið um 14% á milli ára.

Lykiltölur/Genís

2021 2020
Tekjur 167 144
Afkoma -562 -492
Eignir 1.315 1.662
Eigið fé -378 185
- í milljónum króna