Tölvuleikjaframleiðandinn Epic Games, sem gefur út tölvuleikinn Fortnite, hefur samþykkt að greiða rúmlega 74 milljarða íslenskra króna til bandaríska viðskiptaeftirlitsins.

Samkomulagið á rætur að rekja til ásakana um að Epic Games hafi brotið gegn persónuvernd barna á netinu og að hafa blekkt notendur.

Í einni ásökuninni var tölvuleikjaframleiðandinn sakaður um að hafa safnað persónuupplýsingum frá Fortnite leikmönnum undir 13 ára aldri, án þess að fá samþykki foreldra.