Sjóvá hefur verið gengið frá kaupréttarsamningum við 180, að því er kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Hluthafar Sjóvá samþykktu á aðalfundi félagsins í mars tillögu stjórnar um að setja á fót kaupréttaráætlun og gera á grundvelli hennar kaupréttarsamninga við allt starfsfólk félagsins. Umrædd kaupréttaráætlun var staðfest af Skattinum 13. ágúst.

Sjóvá hefur verið gengið frá kaupréttarsamningum við 180, að því er kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Hluthafar Sjóvá samþykktu á aðalfundi félagsins í mars tillögu stjórnar um að setja á fót kaupréttaráætlun og gera á grundvelli hennar kaupréttarsamninga við allt starfsfólk félagsins. Umrædd kaupréttaráætlun var staðfest af Skattinum 13. ágúst.

„Kaupréttur samkvæmt áætluninni nær til allra fastráðinna starfsmanna Sjóvá og er markmið áætlunarinnar að samþætta hagsmuni starfsfólks við langtímahagsmuni félagsins og hluthafa þess.“

Samkvæmt áætluninni öðlast hver kaupréttarhafi rétt til að kaupa hlut í félaginu fyrir allt að 1,5 milljónir króna einu sinni á ári í þrjú ár, eftir birtingu níu mánaða uppgjörs árin 2025, 2026 og 2027, samtals fyrir allt að 4,5 milljónir króna.

Kaupverð hlutanna er 37,54 krónur á hvern hlut, sem er vegið meðalverð í viðskiptum með hlutabréf félagsins í kauphöll síðustu tíu viðskiptadaga fyrir samningsdag sem er 18. september.

Miðað við 100% nýtingu kauprétta undir þessari áætlun nemur umfang kaupréttarkerfisins allt að 7.192.260 hlutum á ári, eða um 0,6% af útgefnu hlutafé félagsins í dag.

Greint er frá því að allir þeir fimm einstaklingar sem setja í framkvæmdastjórn Sjóvá tóku þátt í kaupréttarkerfinu, þar á meðal Hermann Björnsson.