Fjár­hags­á­ætlun Hafnar­fjarðar­bæjar, sem sam­þykkt var í bæjar­stjórn í gær, gerir ráð fyrir 1.725 milljóna króna af­gangi á A- og B-hluta sveitar­fé­lagsins á næsta ári.

Sam­kvæmt Kaup­hallar­til­kynningu sveitar­fé­lagsins er gert ráð fyrir að rekstur A-hluta verði já­kvæður um 861 milljón króna á árinu 2024 sam­kvæmt á­ætlun. Gert er ráð fyrir að veltu­fé frá rekstri verði 5,4% af heildar­tekjum eða 2.619 milljónir króna.

Fjár­hags­á­ætlun Hafnar­fjarðar­bæjar, sem sam­þykkt var í bæjar­stjórn í gær, gerir ráð fyrir 1.725 milljóna króna af­gangi á A- og B-hluta sveitar­fé­lagsins á næsta ári.

Sam­kvæmt Kaup­hallar­til­kynningu sveitar­fé­lagsins er gert ráð fyrir að rekstur A-hluta verði já­kvæður um 861 milljón króna á árinu 2024 sam­kvæmt á­ætlun. Gert er ráð fyrir að veltu­fé frá rekstri verði 5,4% af heildar­tekjum eða 2.619 milljónir króna.

Óbreytt útsvar og lægri fasteignaskattur

„Fjár­hags­leg staða Hafnar­fjarðar­bæjar er góð og er á­ætlað að skulda­við­mið sveitar­fé­lagsins haldi á­fram að lækka og verði komið niður í um 86% í árs­lok 2024, sem er vel undir 150% skulda­við­miði sam­kvæmt reglu­gerð um fjár­hags­leg við­mið og eftir­lit með fjár­málum sveitar­fé­laga,“ segir í til­kynningunni.

Þá greinir bæjar­fé­lagið frá því að út­svars­prósenta verður ó­breytt og á­lagningar­prósenta fast­eigna­skatts á í­búða- og at­vinnu­hús­næði lækkuð úr 0,223% í 0,217% til þess að koma til móts við hækkun fast­eigna­mats.

Þá verður á­lagningar­prósenta fast­eigna­skatts á at­vinnu­hús­næði lækkuð úr 1,400% í 1,387%.

„Á­fram er lögð á­hersla á að rekstur Hafnar­fjarðar­bæjar sé agaður og virðing borin fyrir fjár­munum skatt­greið­enda. Góður rekstur undan­farin ár hjálpar til nú þegar efna­hags­að­stæður í þjóð­fé­laginu eru krefjandi,“ segir Rósa Guð­bjarts­dóttir bæjar­stjóri.

,,Við gerum ráð fyrir ríf­legum af­gangi af rekstrinum og viljum sjá skulda­hlut­föll bæjarins halda á­fram að lækka. Í því skyni er mikil­vægt að halda lán­tökum í lág­marki. Á sama tíma er lögð á­hersla á að efla enn frekar þjónustu við bæjar­búa og mikilli inn­viða­upp­byggingu haldið á­fram.“