Seðlabanki Bandaríkjanna gerir ráð fyrir að lækka vexti um 75 punkta á þessu ári að óbreyttu. Frá þessu greindi Jerome Powell seðlabankastjóri í viðtali við 60 Minutes á sunnudag en stýrivextir í Bandaríkjunum eru nú 5,25%.

Seðlabanki Bandaríkjanna gerir ráð fyrir að lækka vexti um 75 punkta á þessu ári að óbreyttu. Frá þessu greindi Jerome Powell seðlabankastjóri í viðtali við 60 Minutes á sunnudag en stýrivextir í Bandaríkjunum eru nú 5,25%.

Markaðsaðilar höfðu búist við því að vextir yrðu lækkaðir sex sinnum á árinu, fyrst í mars, en Powell sagði það verulega ólíklegt og bjóst frekar við að vextir yrðu lækkaðir síðar á árinu í þrígang, um 25 punkta í senn.

Minni hagvöxtur gæti ýtt undir hraðara vaxtalækkunarferli en ef verðbólga yrði viðvarandi myndi það hægja á ferlinu.