Rekstrarhagnaður Reita fyrir matsbreytingu nam 11 milljörðum króna í fyrra og jókst um 824 milljónir, eða 8,1% á milli ára, samkvæmt nýbirtu stjórnendauppgjöri.
Tekjur félagsins á árinu námu 16,4 milljörðum króna sem er aukning um 8,8% frá fyrra ári.
Samkvæmt uppgjörinu má rekja tekjuaukninguna til verðlagshreyfinga en nýjar eignir skiluðu um 200 milljóna aukningu.
Þá segir félagið að framgangur vaxtarstefnu, sem kynnt var á árinu, hafi verið vonum framar en félagið fjárfesti fyrir 18,1 milljarð á árinu 2024, þar af 9,6 milljarða króna í nýjum eignum og rúma 8,5 milljarða í endurbætur á fasteignum félagsins.
Samkvæmt Kauphallartilkynningu Reita er þetta í fyrsta sinn sem félagið birtir stjórnendauppgjör um rekstur, efnahag og sjóðstreymi ásamt umfjöllun um það helsta sem gerðist hjá félaginu á árinu en stjórnendauppgjörið er ekki endurskoðað af endurskoðendum félagsins.
Endurskoðaður ársreikningur verður birtur 3. mars næstkomandi.
2023 | |||||||
15.107 | |||||||
4.126 | |||||||
831 | |||||||
10.150 | |||||||
10.750 | |||||||
20.900 | |||||||
10.850 | |||||||
7.496 | |||||||
10,2 kr. |
„Árið 2024 var Reitum fasteignafélagi mjög gæfuríkt og markaði upphaf nýs vaxtarskeiðs í sögu félagsins. Ný stefna var kynnt á vormánuðum og vegferð næstu ára kortlögð á sama tíma. Stefnan felur í sér aukinn vaxtarhraða með ríkari áherslu á þróunarverkefni, þar sem fjárfesting í fjölbreyttari eignaflokkum og sjálfbærni er í forgrunni. Markmið félagsins er að vera leiðandi afl í uppbyggingu og rekstri innviða. Þar er sérstaklega horft til samfélagslegra innviða og eignaflokka, þar sem þörfin er brýn og framlag Reita gæti verið þjóðfélaginu jafnt og hluthöfum til heilla,” segir Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita.
Samkvæmt stjórnendauppgjörinu gerir félagið ráð fyrir að rekstrartekjur ársins verði 17,7 til 18 milljarðar króna, sem er aukning um 8-9%, og að rekstrarhagnaður ársins nemi 11,75 til 12,05 milljörðum og aukist um 7-10%.
31.12.2023 | |||||||
189.971 | |||||||
1.408 | |||||||
193.381 | |||||||
60.273 | |||||||
108.432 | |||||||
31,2% | |||||||
58,9% |