Stjórn lífeyrissjóðsins EFÍA gerði alvarlegar athugasemdir við framkvæmd uppsagnar Eggerts Þórs Kristóferssonar, fráfarandi forstjóra Festi, og tilkynningar félagsins til Kauphallarinnar um hana.
„Margir hafa komið með sömu athugasemdir en við viljum gjarnan koma þessu á framfæri líka hér fyrst að við sendum þetta inn formlega.“ sagði Snædís Ögn Flosadóttir, framkvæmdastjóri EFÍA, að loknu stjórnarkjöri á hluthafafundi Festi í morgun.
Sjá einnig: Þrjú ný inn í stjórn hjá Festi
Festi sagði í tilkynningu í byrjun júní að Eggert Þór hefði sagt starfi sínu lausu frá 1. ágúst næstkomandi. Eftir gagnrýni, umfjöllun fjölmiðla og fyrirspurn frá Kauphöllinni sendi stjórn Festi frá sér yfirlýsingu rúmri viku síðar þar sem fram kom að stjórnin viðurkenndi að hafa haft forgöngu að samtali við forstjóra um starfslok hans. Stjórnin sagði þó að við þær aðstæður hafi Eggert Þór óskað eftir að fá að segja upp störfum í stað þess að honum yrði sagt upp.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði