Rússneski stærðfræðingurinn og milljarðamæringurinn Alex Gerko hefur hlotið nafnbótina skattakóngur Bretlands, samkvæmt árlegum lista Sunday Times. Fjölmiðilinn áætlar að Gerko, stofnandi algrímsviðskiptafélagsins XTX Markets, hafi greitt um 487 milljónir punda eða um 87 milljarða króna á gengi dagsins, í skatta í Bretlandi vegna síðasta árs. Það samsvarar 238 milljónum króna á dag.
Gerko hreppti fyrsta sætið á listanum af Coates fjölskyldunni, sem hefur trónað á toppi síðustu þriggja lista The Sunday Times. Áætlað er að Denise, John og Peter Coates, eigendur veðmálafyrirtækisins Bet365, hafi greitt um 82 milljarða króna í skatta.
Breskir fjölmiðlar hafa veitt Denise mikla athygli á undanförnum árum en hún er meðal launahæstu kvenna heims. Hún var með margfalt betri launakjör en launahæstu forstjórar FTSE 100 fyrirtækja á síðasta ári.
Meðal þekktra nafna á lista Sunday Times er Mike Ashley, fyrrum eigandi knattspyrnufélagsins Newcastle United. 24 milljarða króna skattareikningur Ashley, aðaleiganda íþróttavörukeðjunnar Sports Direct, skilar honum sjötta sæti listans í ár.
Áætlað er að JK Rowling, höfundur Harry Potter bókanna, greiði um 2,7 milljarða króna í skatta sem skilar henni 81. sæti listans.
Meðal nýliða á listanum er tónlistarmaðurinn Sting sem seldi útgáfurétt að tónlistarsafni sínu til Universal fyrir tæplega 200 milljónir punda. Sting, söngvari hljómsveitarinnar The Police, situr í 52. sæti listans. Áætlað er að hann greiði 4,4 milljarða króna í skatta í Bretlandi.
Topp 10 á skattalista Sunday Times 2023
Skattur (ma.kr.) |
86,7 |
81,9 |
69,8 |
46,8 |
24,3 |
23,8 |
21,9 |
21,5 |
20,0 |
18,5 |