Bókunarvefsíðan Booking.com hefur varað við sprengingu í netsvindlum vegna aukinnar notkunar gervigreindar. Svindlarar hafa verið þekktir fyrir að nota vefsíður eins og Booking.com og Airbnb þar sem fólk getur bókað eigin gistingu.

Marnie Wilking, netöryggissérfræðingur vefsíðunnar, segir að fyrirtækið hafi séð 500-900% aukningu á slíkum netsvindlum á síðustu 18 mánuðum þar sem fólk er blekkt til að afhenda fjárhagsupplýsingar sínar.

Bókunarvefsíðan Booking.com hefur varað við sprengingu í netsvindlum vegna aukinnar notkunar gervigreindar. Svindlarar hafa verið þekktir fyrir að nota vefsíður eins og Booking.com og Airbnb þar sem fólk getur bókað eigin gistingu.

Marnie Wilking, netöryggissérfræðingur vefsíðunnar, segir að fyrirtækið hafi séð 500-900% aukningu á slíkum netsvindlum á síðustu 18 mánuðum þar sem fólk er blekkt til að afhenda fjárhagsupplýsingar sínar.

„Við höfum auðvitað vitað af slíkum vandamálum alveg frá því fyrsti tölvupósturinn var sendur, en veruleg aukning hefur átt sér stað síðan ChatGPT byrjaði. Svindlararnir eru líklegast að notast við gervigreind þar sem þeir geta látið tölvupóstana líta út eins og þeir séu raunverulegir,“ segir Marnie.

Viðskiptavinir eru þá gjarnan beðnir um að afhenda kreditkortaupplýsingar sínar en eftir að búið er að borga hverfa svindlararnir á brott eða reyna jafnvel að svindla á þeim með eftirfylgniskilaboðum.

Marnie bætir við að slík svindl hafi átt sér stað í áratugi en oftast tóku viðskiptavinir eftir því að ekki var allt með felldu þar sem skilaboðin voru gjarnan full af stafsetningar- og málfræðivillum. Hún kallar eftir því að hótel og ferðalangar notist við tvíþætta auðkenningu sem felur í sér viðbótaröryggisskimun, til dæmis með notkun kóða sem sendur er í farsíma.