Gervi­greindar­fyrir­tæki Elon Musk, xAI, sótti 6 milljarða Banda­ríkja­dali eða um 830 milljarða króna í síðustu fjár­mögnunar­lotu.

Fyrir­tækið hyggst nýta féð í rann­sóknir og þróun til að mæta aukinni sam­keppni í þróun gervi­greindar.

Sam­kvæmt heima­síðu AI tóku stórir fag­fjár­festar líkt og Andrees­sen Hor­owitz, Sequ­oia Capi­tal, Val­or Equity Partners og Vy Capi­tal þátt í fjár­mögnunar­lotunni.

Þá tók sá­diarabíski prinsinn al-Wa­leed bin Talal einnig þátt gegnum fé­lag sitt Kingdom Holding.

Gervi­greindar­fyrir­tæki Elon Musk, xAI, sótti 6 milljarða Banda­ríkja­dali eða um 830 milljarða króna í síðustu fjár­mögnunar­lotu.

Fyrir­tækið hyggst nýta féð í rann­sóknir og þróun til að mæta aukinni sam­keppni í þróun gervi­greindar.

Sam­kvæmt heima­síðu AI tóku stórir fag­fjár­festar líkt og Andrees­sen Hor­owitz, Sequ­oia Capi­tal, Val­or Equity Partners og Vy Capi­tal þátt í fjár­mögnunar­lotunni.

Þá tók sá­diarabíski prinsinn al-Wa­leed bin Talal einnig þátt gegnum fé­lag sitt Kingdom Holding.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal sýnir fjár­mögnunar­lotan skrumið í kringum gervi­greind en fjár­festar keppast við að missa ekki af lestinni.

Musk sagði á sam­fé­lags­miðli sínum X að fyrsta vara xAi færi á markað bráðum en mark­mið fyrir­tækisins er að keppa við OpenAI sem hefur verið leiðandi í þróun gervi­greindar síðast­liðinn ár.

Musk stofnaði xAI í júlí í fyrra og er fyrir­tækið því enn tölu­vert á eftir vel fjár­mögnuðum keppni­nautum sínum.

OpenAI sótti ný­verið 13 milljarða Banda­ríkja­dali frá Micros­oft til að sækja enn frekar fram á meðan Ant­hropic sótti 6 milljarða dali í síðustu fjár­mögnunar­lotu.