Gestur Breiðfjörð Gestsson stjórnarmaður í VÍS hefur keypt í félaginu fyrir 34,2 milljónir króna í gegnum félag sitt Óskabein ehf.
Kaupin eru gerð á grundvelli framvirks samnings á genginu 11,4, en þegar þetta er skrifað er gengi bréfa félagsins 11,35 krónur.
Með kaupunum verður hlutafjáreign Gests í félaginu komið í ríflega 48,5 milljón hluti, sem miðað við kaupgengið er að andvirði 553,1 milljón króna.
Fyrr í dag gaf kauphöllin út lista yfir 20 stærstu eigendur allra félaganna á aðallista kauphallarinnar, og þar er Óskabein í 13. sæti með 2,48% hlut miðað við þennan eignarhluta sem hann á eftir kaupin.