Meta Platforms, sem á Facebook og Instagram, er að endurskoða auglýsingastefnu sína.
Í dag geta auglýsendur á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram sérsniðið auglýsingar sínar í þeim tilgangi að ná til ólíkra markhópa, meðal annars barna og unglinga.
Meta hyggst breyta þessu að því marki að auglýsendur geti ekki valið kyn, þ.e. komið efni sínu sérstaklega til drengja eða stúlkna. Einungis verður hægt að velja aldur og svæði. Munu breytingarnar taka gildi í lok febrúar.
Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu þann 12. janúar.