Fimm ár eru nú liðin frá því að Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílafyrirtækjanna Nissan og Renault, flúði Japan og leitaði skjóls í Líbanon. Ghosn var þá sakaður um að dregið sér fé frá fyrirtækjunum sem hann stýrði.
Ghosn er með líbanskan, franskan og brasilískan ríkisborgararétt.
Eftir að hafa komið sér undan japönskum yfirvöldum með því að fela sig í kassa fyrir hljóðbúnað um borð í einkaþotu er hann nú alþjóðlegur flóttamaður.
Hann getur ekki ferðast út fyrir í Líbanon þar sem handtökuskipanir hafa verið gefnar út á hendur honum af frönskum og japönskum yfirvöldum. Líbanon framselur þó ekki eigin borgara og hefur Ghosn því haldið áfram að dvelja þar, utan seilingar erlendra yfirvalda.
Hann hefur þó ekki setið auðum höndum heldur leiðir hann stjórnendanám í Háskóla hins heilaga anda í Kaslik að því er kemur fram í frétt Wall Street Journal. Frá því að hann flúði til landsins hefur Ghosn starfað launalaust við þróun stjórnendanámsins.